Stafræn ásýnd Reykjavíkur

Fyrstu skrefin

Haustið 2018 hófum við hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkur að leita að samstarfsaðilum til að smíða hönnunarkerfi (e. design system) fyrir Reykjavík. Að smíða hönnunarkerfi töldum við vera nauðsynlegt næsta skref til þess að vera undirbúin fyrir stafrænu umbreytinguna sem framundan var og er nú komin í fullan gang.

Hanna verður til

Nú er fyrsta útgáfa af hönnunarkerfinu tilbúin og verður gefin út á næstu dögum. Smíði nýs vefs Reykjavíkurborgar sem byggir á Hönnu er einnig á lokastigi.

Hæ, ég er Hanna.
Verkefnið hófst á vinnustofum þar sem gildi og framtíðarsýn Reykjavíkur var mótuð og ásýndin sækir mikið í þá vinnu.

Með gildin að leiðarljósi

Í upphafi verkefnisins voru haldnar vinnustofur þar sem sett voru skýr markmið og stefna fyrir ásýndina, það lagði síðan grunninn að mótun þriggja aðalgilda.

Reykjavík er vingjarnleg, traust og litrík!

Við gerðum þessi plaköt til að minna okkur á gildin okkar.

Merki Reykjavíkur fyrir skjámiðla

Reykvíkingar eru stoltir af merkinu sínum, það er allt í senn auðþekkjanlegt, módernískt og fallegt.

Stafræna merkið skalast vel á skjámiðlum.

Litir og litakerfi

Reykjavík er litrík borg, byggingarstíllinn margvíslegur og mannlífsflóran sífellt að verða fjölbreyttari.

Litapalletta Reykjavíkur sækir í borgarlandslagið. Þessir litir skiptast svo upp í mismunandi pallettur til að hæfa hverju verkefni fyrir sig.

Litapalletta sem aðlagar sig

Við höfum fimm mismunandi pallettur til að vinna með. Þær innihalda öll 3 liti auk hlutlausra stoðlita.

Hægt er að velja pallettu sem hæfir skilaboðunum sem miðlað er hverju sinni.

Myndskreytingar

Við notum myndskreytingar til að lýsa aðstæðum, flóknum aðgerðum, mannlífi eða flóknari hugmyndum.

Myndskreytingar glæða lykilsíður á vefnum lífi.
Í Reykjavík er að finna alls konar fólk.
Þessi mynd var teiknuð til að sýna hvernig stafrænar lausnir geta greitt úr flækjum.
Hér má sjá boli og bolla sem við létum gera.
Hér eru myndskreytingar notaðar til að lífga upp á lykilsíður vefsins.

Formheimur

Hugmyndin um formheiminn fæddist út frá merki Reykjavíkurborgar. Í merkinu er vísað í kennileiti og sögu Reykjavíkur, og formheimurinn er framlenging á þeirri hugmyndafræði.

Getið þið fundið fimm pör?
Myndheimurinn í notkun á vef.
Hér er formheimurinn að smitast yfir í raunheiminn.

Formheimurinn sem krydd

Hér tökum við grunneiningar formheimsins úr samhengi og notum einar og sér til að glæða stafrænu viðmótin okkar lífi.

Hluti af grunnformunum sem við notumst við.
Sjáiði hvernig þetta lifnar við með formheiminum.

Efnis- og viðmótstákn

Við notum tákn til að leiða fólk í gegnum ferla, auka skilning og draga augað að mikilvægum aðgerðum. En líka stundum bara til að vera skemmtileg.

Efnistákn

Efnistákn eru litlar, vinalegar teikningar, eins konar millistig myndskreytinga og viðmótstákna. Þeim er ætlað að auka skilning en einnig ánægju. Efnistákn eru handteiknuð og einföld mynd sem sýna 1–3 hluti, hugtak eða flokk.

Hérna eru efnistáknin notuð til að leiða fók áfram í valmynd.

Viðmótstákn

Viðmótstákn leiða fólk í gegnum ferla. Þau eru aðgerðatakkar sem fólki er eðlislægt að nota án þess að taka eftir því.

Letur

Okkur fannst mikilvægt að velja letur sem endurspeglar karakter og gildin sem við settum okkur. Við vildum traust letur með skemmtilegum sérkennum. Við fundum það hjá íslensku leturstofunni OR Type.

Ljósmyndir

Við notum ljósmyndir til að glæða texta og efni lífi. Persónuleiki borgarinnar kemst vel til skila í gegnum tímalausar ljósmyndir.

Að lokum

Takk fyrir að lesa alla leið hingað. Þetta er ný stafræn ásýnd Reykjavíkur sem við erum þegar farin að rúlla út og þið munuð sjá meira af á næstu misserum. Þetta er útlitið sem hönnunarkerfið okkar, Hanna, byggir á.

--

--

Vefstjóri og stafrænn verkamaður hjá Reykjavíkurborg

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store