Fyrstu skrefin

Haustið 2018 hófum við hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkur að leita að samstarfsaðilum til að smíða hönnunarkerfi (e. design system) fyrir Reykjavík. Að smíða hönnunarkerfi töldum við vera nauðsynlegt næsta skref til þess að vera undirbúin fyrir stafrænu umbreytinguna sem framundan var og er nú komin í fullan gang.

Með því að smíða og taka í notkun hönnunarkerfi er hægt að bregðast hraðar við áskorunum í stafrænum heimi, tryggja samfellu í notendaupplifun og þjónusta borgarbúa betur. Hönnunarkerfi er sannarlega stórt verkefni en um leið skapar það mikla hagræðingu á næstu misserum.

Vel heppnuð hönnunarkerfi þurfa að byggja á traustum grunni…


Um fátt er meira rætt og ritað meðal sérfræðinga erlendis í stafrænum lausnum en Design System eða hönnunarkerfi*. Reykjavíkurborg skynjar kall tímans og hefur ákveðið að fara í þennan leiðangur. Að smíða eitt stykki. Og við** leitum að samstarfsaðila.

En hvað er Design System (DS)?

DS er samsafn endurnýtanlegra eininga sem byggja á skýrum stöðlum sem má raða saman til að smíða stafrænar lausnir. Með DS er hægt að staðla vinnubrögð, hraða framleiðsluferli, smíða brýr á milli teyma, fækka villum og auka gæði stafrænna verkefna.

Þörfin er sannarlega til staðar þar sem stafræn bylting og bylting í notendaupplifun (UX) er óumflýjanleg. Það þarf stöðugt að bregðast…


Algengasta spurningin sem vefstjóri borgarinnar (Borgarvefstjóri) fær er þessi:

Getum við ekki sett þetta á forsíðuna svo allir sjái?

Ekki óeðlileg spurning í sjálfu sér enda mikill vilji víða í borgarkerfinu að koma upplýsingum sem best á framfæri. Flestir álykta sem svo að ef upplýsingar séu á forsíðu séu þær þar með meira áberandi en ella og því nær notendum og hann líklegri að þeir sjái þær. Ef vefstjóri myndi alltaf segja já væri forsíðan yfirfull af upplýsingum sem notendur myndu með engu móti geta unnið úr og því myndi góður vilji til að gera eitthvað áberandi leiða til hins…

Hreinn Valgerðar Hreinsson

Vefstjóri og stafrænn verkamaður hjá Reykjavíkurborg

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store